Skilmálar
Afhending
Aðgangur að námskeiði er afhentur samstundis í tölvupósti. Viðskiptavinur fær sendan link sem veitir aðgang að viðkomandi námskeiði. Aðgangur er opinn í 9 mánuði eftir að borgað hefur verið fyrir námskeið.
Viðtöl keypt með námskeiði eða keypt stök eru bókuð af viðskiptavini í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu. Hafi viðskiptavinur keypt viðtöl með námskeiði skal nota þau innan tveggja til fjögurra mánaða frá kaupum, eftir því sem við á.
Gildistími gjafabréfa er 1 ár frá kaupum.
Endurgreiðsla
Námskeið eru ekki endurgreiðanleg uns kaupandi hefur fengið aðgang að efninu.
Viðtöl keypt með námskeiði eru ekki endurgreiðanleg. Viðtal telst notað ef viðkomandi mætir ekki í Zoom viðtal.
Viðtal, keypt stakt er 50% endurgreitt ef viðkomandi mætir ekki í Zoom viðtal eða afbókar tíma með innan við 12 klst fyrirvara.
Viðtal, keypt stakt er 100% endurgreitt ef tími er afbókaður með meira en 12 klst fyrirvara.
Breytingar á tímabókun
Hægt er að afbóka/breyta bókuðu viðtali sem keypt er með námskeiði með 12 klst fyrirvara. Sé fyrirvarinn minni en 12 klst telst viðtalið notað.
Hægt er að afbóka/breyta bókuðu viðtali sem keypt er stakt með 12 klst fyrirvara og fá endurgreitt sé þess óskað, sé fyrirvarinn minni en 12 klst fær viðkomandi 50% endurgreitt.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Governing law/Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.
Trúnaður
Kaupanda er heitið fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin.