Um mig
UM MIG
Ég heiti Hafdís, ég er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, faggildur svefnráðgjafi ungbarna og barna og fjögurra barna móðir. Ástríða mín hefur alltaf verið að taka þátt í og gera barneignarferlið eins ánægjulegt og mögulegt er fyrir foreldra.
Eftir að ég átti börnin mín komst ég að því hvað svefn þeirra verður stór partur af lífi manns og hvað manns eigin svefn hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan. Eftir að hafa upplifað mikið svefnleysi byrjaði ég að afla mér upplýsinga um svefn barna og ástríðan á þessu málefni jókst. Ég fann sterkt fyrir þörfinni að hjálpa öðrum foreldrum í sömu sporum og ég var í.
Ég hef komist að því að góðar upplýsingar er eitt það helsta sem foreldrar þurfa á að halda í gegnum þetta dásamlega ferli. Markmið mitt er því að valdefla þig sem foreldri með því að gefa þér þær upplýsingar sem þú þurft til þess að geta hjálpað barninu þínu að sofa vel, þannig að öll fjölskyldan fái þann svefn sem hún þarf og á skilið. Ég vil að þú verðir sérfræðingur í svefni barnsins þíns og finnist þetta viðfangsefni ekki eins flókið og það virðist vera.