VIP SVEFNRÁÐGJÖF

VIP svefnráðgjöf mun bæta svefn barnsins þíns, svo að þú getir endurheimt sjálfan þig og haft frelsið til að njóta uppeldisins og lífsins til fulls.

 

JÁ TAKK!

Hljómar eitthvað af þessu kunnuglega?

 

 ✗ Þú manst ekki hvenær þú svafst síðast heila nótt.

✗ Þú ert hætt að telja hvað barnið vaknaði oft í nótt.

✗ Þú eyðir öllu kvöldinu í að reyna að koma barninu í svefn.

✗ Þú ert orðin þreytt á því að vakna þreytt og ósofin á morgnanna.

✗ Þér finnst varla taka því að leggja barnið í lúr því það vaknar svo fljótt aftur.

✗ Þú þráir góða rútínu yfir daginn fyrir barnið þitt.

✗ Þú vilt hjálpa barninu að sofa betur en veist ekki hvernig best er að gera það.

✗ Þú ert ringluð af misvísandi upplýsingum á netinu og á samfélagsmiðlum.

Hvað af þessu værir þú mest til í

 

  • Barnið sefur alla nóttina, með næturgjafa pásu á meðan þess þarf
  • Þú kyssir og knúsar barnið góða nótt og það fer að sofa.
  • Þú vaknar úthvíld á morgnanna og getur verið það foreldri sem þú vilt vera.
  • Barnið er í góðri dagrútínu sem styður við góðan nætursvefn.
  • Þú veist hvenær barnið tekur lúra og hversu lengi það mun líklega sofa.
Til í þetta

Ef þetta hljómar vel ertu á réttum stað!

Í VIP Svefnráðgjöf færðu:

01


Persónulega ráðgjöf byggða á ykkar einstöku aðstæðum

02


Skref fyrir skref plan sem mun hjálpa barninu þínu að sofa vel dag sem nótt

03


Eftirfylgd í 2 vikur á meðan þú innleiðir planið fyrir sem bestan árangur

 

Af hverju talar fólk svona vel um svefnráðgjöf

Sofa borða elska?

 

"Takk kærlega fyrir alla hjálpina, hér erum við með einn lítinn gaur sem er farin að sofa allar nætur í sínu eigin herbergi án nokkurs vanda."

"Takk fyrir hjálpina, stelpan okkar hefur sofið 11-12 klst óslitna nótt allar nætur núna í nokkra mánuði, sem hefur gert lífið mun auðveldara."

Hver er Hafdís?

 

Ég er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, faggildur svefnráðgjafi barna og móðir fjögurra barna. 

 

Ástríðan mín hefur alltaf legið í barneignarferlinu, sem unglingur var ég ákveðin í því að verða ljósmóðir, það kom aldrei neitt annað til greina. 

 

Eftir að ég eignaðist börn komst ég að því hvað svefninn verður stór partur af lífi manns og hvað hann hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan. Eftir að hafa svo gott sem misst vitið af svefnleysi kviknaði ástríðan mín á þessu viðfangsefni og hún hefur bara aukist síðan. 

 

Ég lifi í fyrsta lagi fyrir börnin mín og fjölskyldu og í öðru lagi fyrir að hjálpa öðrum foreldrum og börnum þeirra að fá svefninn sinn til baka, svo að fjölskyldan geti fúnkerað eðlilega og allir hafi þá andlegu og líkamlegu orku sem þeir þurfa.

 

VIP Svefnráðgjöf

Fyrir börn 4 mánaða - 4 ára

 

Hvað er innifalið?

  • Þú svarar ítarlegum spurningalista og ég greini vandann (Virði: 23.800)
  • 30 mín upphafs viðtal (Virði: 11.900)
  • 30 mín viðtal eftir fyrstu viku (Virði: 11.900)
  • 30 mín viðtal eftir aðra viku (Virði: 11.900)
  • Samskipti eftir þörfum alla virka daga í gegnum WhatsApp þessar 2 vikur (Virði: 40.000)

 

Plús aðgangur að eftirfarandi úrræðum, til þess að halda svefninum frábærum eftir að tímanum okkar saman er lokið.

 

  • Námskeiðið Virðingarríkar Svefnlausnir: 4-24 mánaða (Virði: 24.900)
  • Námskeiðið Betri svefn: 2-4 ára (Virði: 14.900)
  • Bónus kaflar (Virði: 60.000)
    • Inniheldur m.a. dæmi um dagrútínur upp að 5 ára aldri, kafla um bakslög, næringu o.fl.
  • 6 vikur í Virðingarríka Svefnklúbbnum, sem þú getur átt inni næstu 2 árin ef þið lendið í bakslagi (Virði: 14.850)

Virði alls: 214.150 kr.

Þitt verð: 69.900 kr.

 
Psst. Flest stéttarfélög endurgreiða!

Hvenig virkar þetta? 

  1. Þú bókar VIP Svefnráðgjöf
  2. Þú færð sendan tölvupóst með link til þess að skrá þig inn á innra svæðið þitt. 
  3. Þú færð strax aðgang að námskeiðunum Virðingarríkar Svefnlausnir, Betri svefn: 2-4 ára og bónus köflum.
  4. Þú fyllir út ítarlegan spurningalista.
  5. Þú bókar fyrsta viðtalið.
  6. Eftir fyrsta viðtalið færðu sendar ráðleggingar og viðeigandi myndbönd.
  7. Tveggja vikna stuðnings tímabil hefst.
  8. Þú átt inni 6 vikur í Virðingarríka Svefnklúbbnum sem þú getur nýtt þér beint á eftir eða átt inni næstu 2 árin ef það kemur bakslag í svefninn. 

 

 
Psst. Flest stéttarfélög endurgreiða!