Fyrir þreytta foreldra sem vilja góðan svefn
til langs tíma litið

Ert þú tilbúin að öðlast þá þekkingu og fá þann stuðning sem þú þarft til að hjálpa barninu þínu að sofa vel?

Á þann hátt sem þér líður vel með, svo að öll fjölskyldan geti farið að vakna úthvíld á morgnanna.

Blandaðu saman þekkingu á svefni barna við þitt innsæi, til að hjálpa barninu þínu

að sofa vel til langs tíma litið, svo að þú getir:

Hljómar þetta eins og þú?

Hvað af þessu værir þú mest til í:

Barnið sefur alla nóttina um leið og það hefur aldur og þroska til.
Þú kyssir og knúsar barnið góða nótt og það fer að sofa.
Þú vaknar úthvíld á morgnanna og getur verið það foreldri sem þú vilt vera.
Barnið er í góðri dagrútínu sem styður við góðan nætursvefn.
Þú veist hvenær barnið tekur lúra og hversu lengi það mun líklega sofa.
Þú veist hvert þú getur leitað til að fá svör við þínum svefn spurningum.
Þú ert partur af samfélagi foreldra sem skilja þig.

Ef þetta hljómar vel ertu á réttum stað!

Ég kynni til leiks Virðingarríka Svefnklúbbinn


Staður fyrir foreldra ungra barna til að öðlast þá þekkingu og fá þann stuðning sem þeir þurfa til að hjálpa barninu sínu að sofa vel, á þann hátt sem þeim líður vel með, svo að öll fjölskyldan geti farið að vakna úthvíld á morgnanna.

Af hverju talar fólk svona vel um
Virðingarríka Svefnklúbbinn?

“Það eykur bara tengslin að sofa báðar betur”

“Hún sofnar oftast sjálf í eigin rúmi, ekki á brjósti sem þýðir aukið frelsi því nú getur hver sem er svæft. Daglúrar hafa lengst, meiri ró yfir barni og mömmu, betri tengsl og mamman upplifir meiri stjórn á öllu og vanmættið mun minna.

Hún sefur betur og svo margt sem ég skil betur, tímasetningar á vöku og annað. Hélt að það yrði erfiðara fyrir okkur að sofa aðskildar en það eykur bara tengslin að sofa báðar betur.”

- Nafnlaus 7 mánaða

“Barnið er mun hamingjusamara á daginn”

“(VS) gaf mér sjálfstraust til þess að gera það sem er best fyrir alla. Barnið er mun hamingjusamara á daginn eftir að það komst rútína á svefninn og mér líður mun betur að vita hvað ég þarf að gera til þess að hjálpa því að sofa. Mér fannst frábært að geta valið mér aðferðir út frá mínum

gildum/uppeldisaðferðum og persónueinkennum barnsins míns. Einnig fannst mér frábært að hafa hópsímtöl á zoom reglulega til þess að halda manni við efnið, fá ráð og heyra reynslusögur frá öðrum.”

- Nafnlaus 5 mánaða

Það sem þú færð sem meðlimur:

 • Tveggja ára aðgang að Virðingarríkum Svefnlausnum, námskeiði í formi myndbanda, sem þú getur farið í gegnum á þínum hraða, eins oft og þú vilt. Það inniheldur allt sem þú þarft að vita til að geta hjálpað barninu þínu að sofa vel.
  • Fjögur skref í átt að góðum svefni.
  • Vinnubækur til að fylla út samhliða áhorfi, þar sem við á.
  • Hjálp við að velja aðferð sem hentar persónueinkennum barnsins þíns, þínum gildum í foreldrahlutverkinu og útfrá núverandi aðstæðum.
  • Nokkrar mismunandi svefnþjálfunar aðferðir til að velja úr (ekkert cry it out hér)
  • Hvað ef kaflar, þar sem við á.
  • Svefn fjölbura.
  • Lausn við sérstökum vandamálum - vaknar snemma, tíðar næturvaknanir.
 • Sex vikna aðgang að Virðingarríka Svefnklúbbnum:
  • Vikuleg Zoom hópsímtöl, þar sem þú getur fengið svör við þínum spurningum og stuðning.
  • Aðgang að lokuðu samfélagi foreldra á sömu vegferð, þar getur þú spurt spurninga alla daga og fengið stuðning. Ég svara spurningum þar inni 2-3x í viku.
  • Þú ræður hvenær þetta 6 vikna stuðnings tímabil byrjar.
  • Ef þú vilt framlengja stuðnings tímabilið eftir þessar 6 vikur, getur þú komið í mánaðarlega áskrift sem þú getur sagt upp hvenær sem er.
  • Ef þú vilt frekar 30 mín einn á einn símtal í stað sex vikna aðgangs að Virðingarríka svefnklúbbnum er það ekkert mál.

Hver er Hafdís?

Ég er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, faggildur svefnráðgjafi barna og móðir fjögurra barna.

Ástríðan mín hefur alltaf legið í barneignarferlinu, sem unglingur var ég ákveðin í því að verða ljósmóðir, það kom aldrei neitt annað til greina.

Eftir að ég eignaðist börn komst ég að því hvað svefninn verður stór partur af lífi manns og hvað hann hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan. Eftir að hafa svo gott sem misst vitið af svefnleysi kviknaði ástríðan mín á þessu viðfangsefni og hún hefur bara aukist síðan.

Ég lifi í fyrsta lagi fyrir börnin mín og fjölskyldu og í öðru lagi fyrir að hjálpa öðrum foreldrum og börnum þeirra að fá svefninn sinn til baka, svo að fjölskyldan geti fúnkerað eðlilega og allir hafi þá andlegu og líkamlegu orku sem þeir þurfa.

Hvaða árangur eru meðlimir VS að sjá?

Þetta var allt gert með góðri samvisku

“Við settum hann strax í dagrútínuna samkvæmt plani. Mér fannst það skipta miklu máli og tel ég að það hafi átt stóran þátt í þessu.

…allt ferlið við þetta var svo þægilegt og ánægjulegt, það var gaman að fagna litlu sigrunum á leiðinni og allt þetta var gert með góðri samvisku og án mikils gráturs… allt eitthvað svo eðlilegt með góðum leiðbeiningum… nú fjórum mánuðum seinna sofnar hann alveg sjálfur og sefur alla nóttina… og ég bara hætti ekki að dásama þetta námskeið”

- Nafnlaus 10 mánaða

Ég var komin í þrot af svefnleysi

Hún var ekki í neinni rútínu, fór seint að sofa og lúrar voru óreglulegir. Núna er svefninn orðin mun betri, hún fer að sofa á sama tíma öll kvöld og vaknar á sama tíma á morgnanna (+/- 15-30 mín), lúrar eru á sama tíma á daginn og orðnir lengri, voru alltaf 25-35 mín en núna eru þeir 1 klst + 1,5 klst.

Ég var eiginlega komin í þrot af svefnleysi en staðan er önnur núna. Ég er mun jákvæðari gagnvart svefntíma. Hann er ekki að valda kvíða lengur heldur eigum við notalega stund fyrir svefninn.

- Nafnlaus 8 mánaða

VS er KLÁRLEGA fyrir þig ef:

VS er EKKI fyrir þig ef:

Tilbúin að byrja?

Virðingarríki Svefnklúbburinn

34.900 kr.

Stakt námskeið

24.900 kr.

Algengar spurningar

Töfrarnir við Virðingarríka Svefnklúbbinn eru að þitt innsæi og þín þekking á barninu þínu vega þungt. Þegar þú blandar því saman við þekkingu á svefni barna ertu að fara að gera það sem virkar fyrir þitt barn. Þér mun líða vel með það sem þú ert að gera, sem þýðir að þú ert líklegri til að halda út þangað til barnið þitt fer að sofa betur.

Hópsímtölin eru hugsuð til þess að styðja þig í gegnum þetta og svara þeim spurningum sem upp koma í ferlinu. Á milli símtala geturðu notað samfélagið fyrir allar heimsins vangaveltur, fengið innsýn frá öðrum foreldrum og stutt aðra foreldra á sömu vegferð. 

Ég er staðráðin í að veita framúrskarandi þjónustu, sem hefur jákvæð áhrif á skjólstæðinga mína og börnin þeirra.

Ef þú ert óánægð/ur með efnið og reynsluna af Virðingarríka svefnklúbbnum, sendirðu einfaldlega póst á sofabordaelska@sofabordaelska.is innan 30 daga og þú færð fulla endurgreiðslu. Engar spurningar spurðar.

Ef það eina sem heldur aftur af þér við að fjárfesta í þekkingu og stuðningi við að hjálpa barninu þínu að sofa vel er „mun þetta virka fyrir mitt barn“ eða „hvernig get ég treyst því að þetta sé það rétta fyrir okkur“ hvet ég þig til að lesa setninguna hér að ofan aftur. Ég mun standa við þetta loforð án undantekninga, því að ég er staðráðin í að vita skjólstæðingum mínum bestu mögulegu upplifun og ef þú ert óánægð/ur mun ég snúa því við með endurgreiðslu.

Námskeiðið er hannað þannig að þú þurfir að eyða sem minnstum tíma í að horfa á myndbönd til að geta byrjað og séð árangur. 

Sumt geturðu byrjað að innleiða strax á fyrsta degi og séð árangur, annað horfiru á til að útbúa plan fyrir ykkur og enn annað horfiru á seinna eftir því sem barnið eldist, svefnþarfirnar breytast eða það koma bakslög.

Þannig að þó að námskeiðið innihaldi mikið efni, þarftu ekki að horfa á það allt áður en þú getur byrjað.

Kosturinn við að hafa þetta í formi myndbanda, sem eru aðgengileg hvar og hvenær sem er, þú getur horft aftur og aftur og horft á þau myndbönd sem eru hjálpleg fyrir þig hverju sinni.

Til að byrja með: Ég nota ekki “cry it out”.

Þegar þú gerir breytingar á því hvernig barnið er vant að sofna er hins vegar líklegt að það mótmæli breytingunum. Það er bara merki um heilbrigði. Þitt hlutverk er að vera til staðar og styðja barnið í gegnum þessar breytingar og þær tilfinningar sem kunna að koma upp. 

Það er munur á því að gráta og fá enga huggun og gráta með stuðningi frá þeim sem þú elskar.

Ég býð upp á nokkrar mismunandi nálganir eða aðferðir, sem ég hjálpa þér að velja úr út frá skapgerð barnsins og þínum gildum í foreldrahlutverkinu. En sama hvaða leið þú kýst að fara, þá ertu alltaf að fara að styðja barnið þitt í gegnum þetta.

Í Virðingarríka Svefnklúbbnum er pláss fyrir þá sem þurfa bættan svefn sem fyrst, sem mun kosta meiri mótmæli og fyrir þá sem vilja gera breytingarnar hægt með minni mótmælum. Þú finnur leiðbeiningar um hvort tveggja og foreldra á sömu vegferð.

Það er líka pláss fyrir þá sem vilja alls ekki svefnþjálfa, því það er hægt að gera svo margt til að bæta svefninn án þess að það feli í sér svefnþjálfun.

Já, ef þú fjárfestir í “Virðingarríki svefnklúbburinn” pakkanum færðu annað hvort aðgang að vikulegum hópsímtölum sem Hafdís stýrir, þar sem þú getur spurt Hafdísi beint út í þínar aðstæður eða það sem þér liggur á hjarta. Ef þú kemst ekki í símtalið getur þú sent inn spurningu fyrirfram og horft á upptökuna. Einnig svarar hún spurningum inni á samfélaginu. Ef þú vilt frekar 30 mínútna einn á einn símtal í staðin fyrir aðgang að hópsímtölum og samfélagi er það líka í boði. Þú þarft ekki að ákveða hvort þú tekur fyrirfram.

Ef þú fjárfestir hins vegar í pakkanum “Stakt námskeið” inniheldur sá pakki ekki stuðning í rauntíma.

Hversu mikils virði er það fyrir þér að fá góðan svefn fyrir þig og barnið þitt? 

Hversu mikils virði er þín andlega og líkamlega orka? Andlega og líkamlega heilsa?

Hvað myndirðu borga fyrir pillu sem gæfi þér og barninu þínu góðan svefn til langs tíma og úrlausnir á tímum sem allt fer úrskeiðis? Þessi pilla hefði engar neikvæðar aukaverkanir, aðeins jákvæðar – betri tenging við barnið þitt því þú sérð betur hvað það þarf, aukið sjálfstraust í foreldrahlutverkinu, bætt líðan. Hvað myndi þessi pilla kosta? 

Þetta snýst allt um samhengi, hvað þú færð fyrir peninginn, er þetta dýrt miðað við ávinninginn? 

Flestir eyða 100-200.000 kr. á ári í líkamsrækt, slatta í vítamín eða fæðubótarefni eða kaupa hreina næringarríka fæðu, allt fyrir sem besta heilsu. Kannski ertu hjá sálfræðingi 1-2 í mánuði fyrir 20-40.000 kr. á mánuði.

Eftir því sem ég eldist fer heilsan mín að vera meira virði fyrir mér og öll fjárfesting sem bætir mína líðan eða heilsu er 100% réttlætanleg, ég þarf ekki að hugsa mig tvisvar um, og að sjálfsögðu ekki heldur þegar kemur að börnunum. 

 

Að fá góðan svefn vinnur þvert á að bæta alla þætti heilsunnar fyrir börn sem og fullorðna.

Í hóp símtölunum hefur þú tækifæri til þess að fá persónulegan stuðning. Þar svara ég helstu spurningum sem liggja á meðlimum og gef einnig færi á að spyrja mig beint. Ef þú vilt frekar einn á einn 30 mín símtal er það í boði í staðin. Þú þarft ekki að ákveða hvort þú tekur fyrirfram.

Svo lengi sem þú átt aðgang að námskeiðinu Virðingarríkar Svefnlausnir (færð 2 ára aðgang við kaup) getur þú gerst áskrifandi af Virðingarríka svefnklúbbnum fyrir 9.990 kr. á mánuði. Þú getur sagt upp hvenær sem þú vilt, engin binditími. Eða þú getur fjárfest í 30 mínútna einn á einn símtali fyrir 11.900 kr.