Betri svefn: 2-4 ára

ERT ÞÚ TILBÚIN AÐ VERÐA SÉRFRÆÐINGUR Í SVEFNI BARNSINS ÞÍNS?

Gull pakkinn

  • Netnámskeið sem inniheldur allar þær upplýsingar sem þú þarft til þess að hjálpa barninu þínu að sofa vel.
  • Stuðningur: Upphafsviðtal + 3 viðtöl á 2 vikum + lokaviðtal (fjarfundir).

Silfur pakkinn

  • Netnámskeið sem inniheldur allar þær upplýsingar sem þú þarft til þess að hjálpa barninu þínu að sofa vel.
  • Stuðningur: 1x 20 mín viðtal (fjarfundur) eða tölvupóstur innan 2 mánaða frá kaupum.

brons pakkinn

  • Netnámskeið sem inniheldur allar þær upplýsingar sem þú þarft til þess að hjálpa barninu þínu að sofa vel.

BETRI SVEFN: 2-4 ÁRA ER FYRIR ÞIG EF ÞÚ VILT:

  • Verða sérfræðingur í svefni barnsins þíns
  • Skýr og hagnýt ráð til þess að hjálpa barninu þínu að sofa vel
  • Hjálpa barninu þínu að eiga auðvelt með að sofna
  • Hjálpa barninu þínu að læra að sofa alla nóttina
  • Hjálpa barninu þínu að fá þann dagsvefn sem það þarf
  • Búa tilgóða rútínu yfir daginn sem er viðeigandi fyrir aldur barnsins þíns
  • Hjálpa barninu þínu að sofa vel í eigin rúmi

Umsagnir

Námskeiðið samanstendur af myndböndum, fyrirlestrum og texta. Farið er yfir:

  • Hvernig börn sofa, gerir þér kleift að vinna með náttúrunni og lífeðlisfræðinni þegar þú hjálpar barninu þínu að sofa vel
  • Heilbrigðar svefnvenjur, sem er grunnurinn að góðum svefni
  • Svefntengingar og hvernig þær hafa áhrif á svefninn
  • Mikilvægi rútínu yfir daginn og viðeigandi dagskipulag miðað við aldur, sem ýtir undir sem bestan nætursvefn
  • Hvenær og hvernig daglúr er hætt
  • Hvenær og hvernig barnið er fært yfir í barnarúm
  • Hvernig barnið er undirbúið fyrir breytingar á jákvæðan hátt
  • Mismunandi aðferðir til að hjálpa barninu þínu að læra að sofna án aðstoðar, þú velur aðferð útfrá þínum uppeldisstíl og því sem þú telur henta þínu barni best.
  • Þú býrð til sérsniðið plan fyrir þitt barn og undirbýrð fyrsta daginn
  • Algengar spurningar og svör

Spurt og svarað um Betri svefn: 2-4 ára

Námskeiðið samanstendur af 10 köflum sem innihalda ýmist myndbönd, texta eða bæði. Þú ert leidd/ur skref fyrir skref í gegnum það sem þú þarft að vita til þess að geta hjálpað barninu þínu að sofa vel.

Eftirfylgni í formi símtala eða tölvupóst samskipta er innifalin í Pakka 1 og 2. Þú velur hvort samskiptaformið hentar þér betur.

Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 9 mánuði.

Í Pakka 1 og 2hefur þú 2 mánuði til þess að nýta þér viðtöl/tölvupóst.

Flest stéttarfélög niðurgreiða útlagðan kostnað á þjónustu sem þessari.

Já, námskeiðið á við tvíbura/fjölbura jafnt sem einbura.

Barnið þitt mun líklega mótmæla breytingunni á því hvernig það er vant að fara að sofa og mögulega pirrast á því að það viti ekki almennilega hvernig það eigi að gera þetta. Grátur er leið barnsins til þess að tjá sig og eiga samskipti við þig og er eðlilegur hluti af þroska barnsins. Stundum, jafnvel þó við veitum börnunum okkar alla þá aðstoð sem við getum við að sofna, þá gráta þau samt. Þau eru þá líklega að tjá þreytu og pirring með grátinum. Hlutverk okkar er að læra að þekkja hvað barnið er að tjá með grátinum, til að geta komið til móts við þarfir þess.

Þegar barnið þitt hefur lært að sofa vel og er komið í góða rútínu sem inniheldur allan þann svefn sem það þarf er líklegt að það muni gráta minna í heildina.

Það er mismunandi eftir því hvaða aðferð þú ákveður að nota, ef þú sýnir 100% staðfestu í þeirri aðferð sem þú velur og fylgir viðeigandi rútínu yfir daginn ætti barnið þitt að vera farið að sofa vel eftir 14 daga. Þú ættir þó að sjá framfarir eftir 3-5 daga. Skuldbinding við þetta verkefni og 100% staðfesta eru lykilatriði til þess að árangur náist.

systkinatilboð

Betri svefn

3-128 mánaða + 2-4 ára

Betri svefn

12-24 mánaða + 2-4 ára